DMP-Vest – Opnir fundir

nóvember 24, 2017
Featured image for “DMP-Vest – Opnir fundir”

Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember:

-20. nóv. Opinn fundur fyrir Dalabyggð-haldinn í Dalabúð í Búðardal
-23. nóv. Opinn fundur fyrir Snæfellsnes -haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi
-28. nóv. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradalshrepp -haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
-29. nóv. Opinn fundur fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit -haldinn í Garðakaffi á safnasvæðinu í Görðum á Akranesi

Mikilvægt að skrá sig á www.west.is – svo við höfum súpu fyrir alla 

Hvernig vilt þú sjá framtíðarþróun ferðamála á þínu svæði?
Vertu með og leggðu þitt af mörkum í stefnumótun ferðamála á Vesturlandi!
Hefur þú skoðun á ferðamálum?
FUNDIRNIR ERU KL. 17:00-20:00
ALLIR VELKOMNIR!


Share: