Deiliskipulag gerir ráð fyrir 80 nýjum lóðum

maí 18, 2018
Featured image for “Deiliskipulag gerir ráð fyrir 80 nýjum lóðum”

Á síðasta fundi sitjandi sveitarstjórnar í Borgarbyggð, fyrir kosningar sem verða eftir tíu daga, var samþykkt breyting á deiliskipulagi í Bjargslandi í Borgarnesi sem gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja 80 nýjar íbúðir. Af þeim eru 16 lóðir fyrir einbýlishús, 32 lóðir fyrir raðhús, tvær lóðir fyrir parhús og tvær lóðir fyrir fjölbýlishús með 14 íbúðum í hvoru húsi.


Share: