Deiliskipulag fyrir Deildartungu II

janúar 16, 2014
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði
 
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. janúar 2014 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem tillagan tekur til er 3,5 ha og afmarkast í samræmi við skipulagsuppdrætti dagsetta 9. janúar 2014. Í breytingunni felst skilgreining á tveimur byggingarreitum, einn er umhverfis hús sem þegar hefur verið reist. Hinn er í kringum fyrirhugaða byggingu fyrir verslun og þjónustu allt að 500 m2. Gert er ráð fyrir 15 bílastæðum og nýjum vegi sem liggur að verslunar- og þjónustubyggingunni.
Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 15. janúar 2014 til 28. febrúar 2014 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. febrúar 2014 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
 
Tillöguna má skoða hér.
Borgarnesi 14. janúar 2014
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi
 

Share: