Frá framkvæmdasviði: Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er lýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu um frístundabyggð í landi Múlakots í Stafholtstungum. Deiliskipulagið verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26. janúar til 23.febrúar n.k. og frestur til athugasemda rennur út 10. mars. Ennfremur hefur tillagan verið sett á vefinn, hana má finna undir starfsemi/skipulagsmál eða með því að smella hér.
Um er að ræða skipulag á sjö nýjum frístundalóðum. Fyrir eru á svæðinu tvö frístundahús og íbúðarhús sem nýtt verður sem frístundahús.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni.