Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar

október 11, 2017
Featured image for “Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar”

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að verja samtals 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Borgarbyggð er eitt þessara sveitarfélaga sem hlýtur styrk til þessa verkefnis. Er hann að upphæð 15.1 millj. kr. 

Sambærilegur styrkur var veittur vegna slíkra framkvæmda árið 2017 en þá fékk Borgarbyggð 12.1 millj. kr.

Að þessu sinni verður 14 sveitarfélögum boðinn styrkur, samtals að fjárhæð 90 milljónir króna. Styrkupphæð hvers sveitarfélags ræðst af fjárhagsstöðu og meðaltekjum íbúa, byggðaþróun síðstliðin 10 ár, þéttleika og hlutfalli ótengdra staða, sem og fjarlægð byggðar frá þjónustukjarna og ástandi vega.

Að auki verður samtals 10 miljónum úthlutað beint til tiltekinna byggðalaga sem falla undir verkefnið Brothættar byggðir.

Styrkupphæð til hvers sveitarfélags er á bilinu 1,0 – 15,1 m.kr.

Markmið byggðastyrksins er að bæta samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum þeirra í samkeppnispott fjarskiptasjóðs.

Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna 2018 verður kynnt á næstunni.

 


Share: