Í júní fjallaði byggðarráð um umræðu sem upp hefur komið um upptöku veggjalda í jarðgöngum landsins. Í bókun bygggðarráðs kemur fram að lagst er eindregið gegn þeim kostnaðarauka fyrir íbúa og atvinnulíf í Borgarbyggð sem fælist í endurnýjun á gjaldtöku um Hvalfjarðargöng og mismunum sem hún hefði í för með sér.
Jarðgöng eru ýmist einu samgönguæðarnar á milli þéttbýliskjarna og í tilviki Hvalfjarðarganga hafa þau nú þegar verið greidd upp að fullu með gjöldum af vegfarendum. Hvalfjarðargöng er mikilvæg samgönguæð fyrir íbúa og gesti Borgarbyggðar og því eru stjórnvöld hvött til að finna aðrar leiðir til að tryggja góðar samgöngur í landinu.