Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi
Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu.
Um er að ræða tvö störf, annars vegar á morgun-, kvöld- og helgarvaktir og hinsvegar á næturvaktir. Bæði störfin eru ótímabundin og þurfa viðkomandi starfsmenn að geta hafið störf í maí.
Umsækjandi þarf að helst að vera eldir en 20 ára og vera með ökuréttindi.
Laun samkvæmt kjarasamningum.
Nánari upplýsingar gefur:
Hulda Birgisdóttir í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00, virka daga.