Bankastjóri og
skrifstofustjóri búnaðarbankans komu færandi hendi á opið hús í Félagsmiðstöðina Mími í vikunni.
Verið var að endurnýja tölvukost bankans og gaf bankinn eina notaða tölvu í félagsmiðstöðina sem kemur sér vel fyrir unga fólkið. Fyrir í félagsmiðstöðinni er öflug tölva sem Svannasveitin Fjólur gaf og er notuð sem nettölva.
Í leiðinni var samið um að bankinn héldi fjármála- og ráðgjafanámskeið fyrir þennan aldur í félagsmiðstöðinni og verður það fyrsta fræðslukvöld vetrarins í Mími.
Starfsmaður í félagsmiðstöðinni er Orri Sveinn Jónsson.
Síminn í félagsmiðstöðinni er 437-1281.
Ungmenni á þessum aldri eru hvött til þess að mæta á opin hús, hittast og spjalla saman í þessari fínu aðstöðu.
Starfsmaður í félagsmiðstöðinni er Orri Sveinn Jónsson.
Síminn í félagsmiðstöðinni er 437-1281.
Ungmenni á þessum aldri eru hvött til þess að mæta á opin hús, hittast og spjalla saman í þessari fínu aðstöðu.
ij