Brunaæfing í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum

maí 23, 2008
Haldin var brunaæfing, 21. maí, í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Þegar viðvörunarkerfið fór í gang rýmdu kennarar stofur sínar með nemendum og allir flýttu sér út á skólalóðina þar sem tekið var manntal í hverjum bekk. Allir virtust taka þessu með ró og skynsemi, þó óljóst væri hvort hér væri um alvöru að ræða eða ekki.
Manntalið sýndi að allir höfðu skilað sér út. Fulltrúi slökkviliðisins tilkynnti að það hefði tekið 2 mínútur að tæma húsið og 2 og hálfa mínútu þangað til allir voru komnir út að þeim stað, sem manntalið fór fram.
Mikil ánægja var með þann árangur.
Eftir þetta var krökkunum boðið að skoða slökkvibílinn, sem Einar Steinþór stýrði og vatnsslangan var að sjálfsögðu prófuð.
Blíðskaparveður varð til þess að þetta allt saman varð kærkomin tilbreyting og góð samvera úti á skólalóðinni.
 
Myndirnar tók Jónína Eiríksdóttir

Share: