Brúðuleikhúshátíð í Borgarnesi

mars 23, 2011
Helgina 31. mars – 3. apríl verður fyrsta alþjóðlega brúðuleikhúshátíðin haldin í Brúðuheimum, BIP (Borgarnes International Puppet Festival). Hátíðin er haldin í húsakynnum Brúðuheima í Englendingavík, en hún mun einnig teygja anga sína víðsvegar um gamla bæinn í Borgarnesi og glæða hann lífi með fjölbreyttum dagskráratriðum.

Í ár er lögð megináhersla á norrænt brúðuleikhús á hátíðinni. Heiðursgestur hátíðarinnar er sænski brúðuleikhúsfrömuðurinn Michael Meschke, stofnandi Marionetteatern í Stokkhólmi. Meschke er einn virtasti brúðulistamaður Norðurlanda og fagnar í ár 80 ára afmæli sínu. Í tilefni af komu Meschke til landsins verður opnuð yfirlitssýning í Mjólkursamlaginu með brúðum og öðrum munum af litríkum ferli hans sem spannar yfir 60 ár.

 

Af öðrum erlendum gestum má nefna finnska leikhúsið Sixfingers Theatre, Sofie Krog og Astrid Kjær Jensen frá Danmörku og Nicolas Gousseff frá Frakklandi. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar þann 31. mars, verður boðið upp á “Milkshake Puppet Kabarett”, dagskrá í Mjólkursamlagshúsinu, þar sem hægt verður að sjá stutt atriði frá gestum hátíðarinnar og fá að bragða á því sem koma skal yfir hátíðardagana.

 

Einnig verður fjöldi annarra tengdra dagskrárliða, á borð við námskeið, málþing og sýningu á kvikmyndinni Strings.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og erlenda gesti má finna á heimasíðu okkar.

 

Hátíðin er einnig á Facebook:

 

 

Brúðuheimar á Facebook:

 

http://www.facebook.com/pages/Brúðuheimar-%C3%AD-Borgarnesi/99810469657?ref=ts

 

Upplýsingar í síma veitir Hildur M Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar: 895 9447

 

Share: