Bróðir minn Ljónshjarta í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

mars 30, 2022
Featured image for “Bróðir minn Ljónshjarta í Tónlistarskóla Borgarfjarðar”

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar setur upp leikritið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren nú í byrjun apríl. Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir hafa í vetur verið að vinna með leikverk eftir Astrid Lindgren. Sigríður útbjó leikgerð með atriðum úr leikritinu og er tónlistin fengin úr ýmsum áttum, m.a. má heyra íslensk þjóðlög, erlend ljóð, óperukór og söngleikjalög í sýningunni. Sigríður Ásta leikstýrir söngleiknum, Theodóra er tónlistarstjóri og Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó. Nemendur söngleikjadeildar á vorönninni eru 20 og á aldrinum 6-15 ára.

Það má segja að það sé Astrid Lindgren þema í skólanum þennan veturinn, en fyrir áramótin var söngleikurinn Ronja ræningjadóttir settur upp í skólanum.

Leikritið um bræðurna Ljónshjarta er hugljúf saga um lífið, dauðann, vináttuna og kærleikann sem á erindi við alla. 

Tvær sýningar verða í Tónlistarskólanum, Borgarbraut 23 í Borgarnesi;

  • föstudaginn 1. apríl kl. 17:00
  • laugardaginn 2. apríl kl. 13:00.

Hægt er að panta miða á sýninguna hjá skólastjóra í tölvupósti á tonlistarskoli@borgarbyggd.is (ekki posi á staðnum).

Aðgangseyrir kr.1000 – grunnskólabörn kr.500


Share: