Breytt fyrirkomulag og ný gjaldskrá á móttökustöðinni í Borgarnesi frá 1. september

júlí 7, 2025
Featured image for “Breytt fyrirkomulag og ný gjaldskrá á móttökustöðinni í Borgarnesi frá 1. september”

Frá og með 1. september 2025 taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir hverri fasteign. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimtur með fasteignagjöldum, líkt og áður.

Tilgangur breytinga er að tryggja sanngjarna og sjálfbæra þjónustu þar sem íbúar Borgarbyggðar greiða aðeins fyrir þann úrgang sem kemur frá þeirra eigin heimilum en þannig má koma í veg fyrir að kostnaður vegna úrgangs frá öðrum notendum lendi ekki á íbúum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt tillöguna og nánari upplýsingar um klippikort og nýja gjaldskrá verða kynntar íbúum fyrir gildistöku breytingar.

 


Share: