Indriði Jósafatsson sem gengt hefur starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hjá Borgarbyggð hætti störfum hjá sveitarfélaginu nú um áramótin.
Eiginlegt starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hefur nú verið lagt niður og verkefnum skipt niður á aðra starfsmenn sveitarfélagsins. Félagsmálastjóri tekur við forvarnar- og æskulýðsmálum og fræðslustjóri mun sinna íþróttamálum. Sigurþór Kristjánsson mun hafa umsjón með æskulýðsmiðstöðvum í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn og samstarfsmenn Indriða hjá Borgarbyggð þakka honum gott samtarf á liðnum árum og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Aðrar breytingar eru þær helstar að félagsmálastjóri og fræðslustjóri munu stýra fjölskyldusviði og skipta með sér verkum. Starfsmenn í búsetuþjónustu fatlaðra og í Holti flytjast nú yfir til sveitarfélagsins, en Fjöliðjan verður áfram sameiginleg fyrir Akranes og Borgarbyggð og mun Akraneskaupstaður hafa umsjón með rekstrinum. Guðrún Kristinsdóttir mun stýra starfsemi í Holti og verða ráðgefandi þroskaþjálfi hjá Borgarbyggð. Sigurður Ragnarsson sálfræðingur hefur verið ráðinn í 70% starf sem sálfræðingur og ráðgjafi.
Þá hefur starf eldvarnareftilitsmanns verið lagt niður en þess í stað var stofnað starf aðstoðarslökkviliðsstjóra og starf við ferðaþjónustu fatlaðra. Haukur Valsson mun gegna þessum störfum.