Breytingar á störfum hjá Borgarbyggð

febrúar 17, 2009
Sigurjón Jóhannsson dreifbýlisfulltrúi lét af störfum hjá Borgarbyggð um síðustu áramót eftir margra árafarsælt starf.
Ákveðið hefur verið að ráða ekki nýjan starfsmann í hans stað, heldur taka aðrir starfsmenn við hans verkefnum um leið og verkaskipting verður nokkuð breytt frá því sem verið hefur.
 
Björg Gunnarsdóttir verður umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi í fulltu starfi. Hennar helstu verkefni verða umsjón með náttúruvernd og gróðurvernd, skógrækt, friðlýsing svæða og náttúruminja, opin svæði, fjallskila- og forðagæslumál, sorphirða og sorpeyðing, Staðardagskrá 21, refa- og minkaveiði ásamt
umsjón með hunda- og kattahaldi. Björg er starfsmaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar, fjallskilanefnda og umsjónarnefndar Einkunna og verður hennar starfsstöð í Borgarnesi.
 
Embla Guðmundsdóttir verður upplýsinga- og þjónustufulltrúi. Hennar helstu verkefni verða upplýsinga- og kynningarmál, umsjón með heimasíðu og útgáfa fréttabréfs, sér um tjaldsvæði
sveitarfélagsins, skála sveitarfélagsins sem eru í útleigu, hefur umsjón með þeim áningastöðum ferðamanna sem eru á vegum sveitarfélagsins ásamt upplýsingagjöf á skrifstofunni í Reykholti.
Embla verður starfsmaður atvinnu- og markaðsnefndar og sér um samskipti við atvinnulífið og hagsmunasamtök í atvinnumálum. Starfsstöð Emblu er í Reykholti og verður hún í hálfu starfi.
 
Við þessar breytingar færist umsjón með hreinsun rotþróa og umsjón með snjómokstri til Jökuls Helgasonar forstöðumanns framkvæmdasviðs.
 

Share: