Við álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð var, eins og í öðrum sveitarfélögum, notað nýtt tölvukerfi frá Fasteignamati ríkisins. Þetta kerfi á einnig að halda utan um allar breytingar sem þarf að gera á álagningunni.
Nokkuð er um að greiðendur hafi bent starfsmönnum Borgarbyggðar á villur í álagningunni, sem verða leiðréttar í þeim tilfellum sem ábendingarnar eru réttar.
Þar sem áðurnefnt tölvukerfi er ekki enn tilbúið til að taka á móti leiðréttingum og breytingum getur orðið töf á að þessar leiðréttingar verði gerðar.
Beðist er velvirðingar á þessum töfum og þeim óþægindum sem þetta kann að valda og er það von okkar að FMR verði tilbúið með kerfið sem fyrst og þá verða breytingar á álagningunni gerðar.