Breytingar á afgreiðslustöðum OR

desember 31, 2015
Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur
 
Með aukinni áherslu á sjálfsþjónustu á vefnum hefur heimsóknum á afgreiðslustaði OR fækkað mjög. Því hefur verið ákveðið að fækka afgreiðslustöðum um tvo og breyta afgreiðslutíma á öðrum.
Eftir breytinguna verður afgreiðslutíminn þessi:
Reykjavík: Opið virka daga kl. 08:00-16:00.
Akranes: Opið verður frá klukkan 13:00-16:30 alla virka daga.
Þorlákshöfn: Opið verður frá klukkan 9:00-14:00 mánudaga og miðvikudaga.
Afgreiðslustöðum OR í Borgarnesi og í Hveragerði verður lokað.
Allan sólarhringinn, alla daga ársins er þjónustuvakt OR opin í síma 516 6000.
 
 

Share: