Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. febrúar 2016 breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarbyggð.
Breytingin tekur til þriggja lóða sem afmarkaðar eru á þremur hliðum af Borgarbraut, Kveldúlfsgötu og Kjartansgötu, og felst í að hæð húsa, lóðarmörkum og byggingarreitum eru breytt.
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2015 til 29. janúar 2016. Sex athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu.
Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi breytingar i samræmi við athugasemdir: Vindálag verði skoðað við hönnun bygginga og lóða, þar sem kostur er skal koma fyrir regngörðum og stöku trjám á bílastæðasvæði til að bæta ásýnd svæðisins og draga úr vindi, lóðarstærð á Borgarbraut 55 verði leiðrétt.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar.