Börn boðin velkomin í Borgarbyggð

janúar 30, 2020
Featured image for “Börn boðin velkomin í Borgarbyggð”

Pakki með ýmsum nauðsynjavörum hefur um nokkuð skeið verið afhentur foreldrum nýfæddra barna í Borgarbyggð innan þriggja mánaða frá fæðingu þeirra. Markmiðið með afhendingu Barnapakkans er að bjóða nýfædda einstaklinga velkomna í sveitarfélagið en til gamans má nefna að 35 börn fengu pakka á síðasta ári.

Allnokkur fyrirtæki taka þátt í þessu verkefni í samstarfi við Borgarbyggð, þau eru eftirfarandi:

  • Aldan, sem leggur til þvottastykki, taubleyju og pokann utan um Barnapakkann.
  • Kvenfélagið, sem leggur til húfur.
  • Lyfja, sem leggur til stútkönnu með snuði.
  • Kaupfélag Borgfirðinga, sem leggur til vandaðan ullargalla
  • Vinnustofan í Brákarhlíð , sem prjóna þvottastykki til að setja í pakkann.
  • Nettó, sem gefur bleyjur, blautþurrkur, snuð, mat og ýmislegt annað sem gagnast bæði móður og barni.

Aldan, verndaður vinnustaður í Borgarbyggð annast utanumhald á þessu verkefni í samstarfi við starfsfólk ungbarnaeftirlits Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi.


Share: