
Þá er einnig gaman að geta þess að þriðji Borgnesingurinn í liðinu er Tómas Heiðar Tómasson (sonur Önnu Bjarkar Bjarnadóttur og Tómasar Holton) sem nú býr í Reykjavík og spilar með Fjölni. Eins og mörgum er minnisstætt þá þjálfaði faðir hans, Tómas Holton, lið Skallagrím hér á árum áður og spilaði með þeim. Tómas, hinn eldri, heldur því áfram að gera góða hluti í körfunni. Undir hans stjórn varð 10. flokkur Fjölnis Íslandsmeistarar í vor, auk þess sem 5 af 12 leikmönnum landliðsins koma úr liðinu.
Borgarbyggð óskar þeim Sigurði, Trausta og Tómasi til hamingju með árangurinn.
Á myndinni eru þeir Trausti (t.v) og Sigurður (t.h.). Myndin er tekin af vefnum www.skallagrimur.org.