Borgfirsk list í Hafnarfirði

mars 19, 2009
Á dögunum brugðu kvenfélagskonur úr Reykholtsdalnum undir sig betri fætinum og fóru í menningarreisu um höfuðborgarsvæðið. Þær tóku m.a. hús á Sigríði Jónsdóttur sem lengi bjó í Reykholtsdalnum en býr nú í Hafnarfirði. Í garði Sirrýjar er stór veggur sem hún hefur fengið Jósefínu Morréll listamann og sauðfjárbónda á Giljum í Hálsasveit til að mála fyir sig. Þrátt fyrir að vera flutt í burtu er ljóst af myndefninu á veggnum góða að hugurinn er í Borgarfirðinum og það slær á heimþrána að skreppa út í garð og njóta Borgfirskrar fjallasýnar í allri sinni dýrð. Myndirnar tók Elísabet Halldórsdóttir.
 
 

Share: