Borgfirskar vísur á vísnavef Árnastofnunar

september 3, 2012
Safnahús Borgarfjarðar er nú orðinn formlegur aðili að vísnavef Árnastofnunar. Vefurinn heitir Bragi – óðfræðivefur. Það eru þau Jóhanna Skúladóttir og Sævar Ingi Jónsson sem annast ritstjórn borgfirska hlutans. Ásamt efni frá Árnastofnun og kvæðasafni úr Borgarfirði er á vefnum vísnasafn úr Skagafirði, Vestmannaeyjum og Kópavogi og von er á meira efni með haustinu. Borgfirska vefinn má sjá með því að smella hér.
 
 

Share: