Laugardaginn 2. mars 2002 standa sveitarfélögin í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, í sameiningu að málþingi um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borgarfirði. Málþingið verður haldið í Hótel Borgarnes og hefst kl. 13.00. Tilgangurinn er fyrst og fremst að skerpa ímynd Borgarfjarðar og gera svæðið að sýnilegri valkosti til búsetu og atvinnustarfsemi.
Fyrirkomulag málþingsins verður með þeim hætti að sex framsögumenn flytja stutt erindi, sem öll ganga út frá því hvernig bæta megi samkeppnisstöðu svæðisins, bæði hvað varðar íbúa og atvinnurekstur. Á eftir erindunum verður kaffihlé þar sem veitingar verða í boði nokkurra borgfirskra fyrirtækja. Síðan skipta málþingsgestir sér upp í fimm hópa sem starfa munu í rúma klukkustund. Hóparnir eru: atvinnulíf og þekkingarsamfélag; fjölskyldan og samfélagið; blönduð búseta; ferðaþjónusta í Borgarfirði; og byggðaþróun. Fyrirfram hafa verið valdir fimm skelleggir hópstjórar sem munu kynna umræður hópanna. Hóparnir munu jafnframt styðjast við framsöguerindin sem fjalla um sömu málaflokka. Í lokin mun Páll Pétursson, félagsmálaráðherra flytja stutt ávarp og bjóða málþingsgestum upp á léttar veitingar.
Málþingið er öllum opið og aðgangseyrir er enginn.
Málþingsstjóri
Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Dagskrá
13.00-15.20 Framsöguerindi
Sókn á réttum vallarhelmingi
Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Vírnet Garðastál hf
Hvað vildi Búkarín: Hvaða fyrirtæki og hver ekki?
Guðmundur Ólafsson, lektor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólans í Bifröst
Í leikskóla er gaman
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, landslagsarkitekt og framkvæmdastjóri Landlína ehf
Borgarfjörður – allir heimsins möguleikar, en ekki gömlu aðferðirnar
Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur
Ferðaþjónusta – falinn fjársjóður?
Bjarnheiður Hallsdóttir, ferðamálafræðingur og framkvæmdastjóri Katla Travel
Efling sveitarfélaga og byggðaþróun
Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri og Byggðarannsóknastofnunar
15.25-15.45 Kaffiveitingar í boði borgfirskra fyrirtækja
15.45-17.55 Hópastarf
Málþingsgestir skipta sér niður í 5 hópa.
Hópur 1. Atvinnulífið og þekkingarsamfélag
Hópstjóri: Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans í Bifröst
Hópur 2. Fjölskyldan og samfélagið
Hópstjóri: Helga Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð
Hópur 3. Blönduð búseta
Hópstjóri: Kolfinna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð
Hópur 4. Ferðaþjónusta í Borgarfirði
Hópstjóri: Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar
Hópur 5. Byggðaþróun
Hópstjóri: Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar
17.00-17.10 Ávarp Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra
17.12-17.52 Hópstjórar kynna umræður hópanna
17.52-18.00 Málþingsslit
18.00 Léttar veitingar í boði félagsmálaráðherra