
Á morgun, þriðjudaginn 23. September, er stefnt að því að loka Borgarfjarðarbraut (50) tímabundið vegna framkvæmda. Unnið er að endurnýjun hitaveitu aðveitu Veitna, HAB, í landi Steðja og er komið að því að þvera veginn. Stefnt er að því að veginum verði lokað um kl. 20.00 og opnað verður aftur fyrir umferð að morgni fimmtudags 25. September gangi allt að óskum.
Á meðan framkvæmdum stendur er almennri umferð beint um Flókadalsveg (5158), sá vegur mun þó sæta þungatakmörkunum og því verður þungaflutningum beint um Borgarfjarðarbraut að norðan, hjá Baulu.
Verktaki framkvæmdarinnar er Borgarverk.
Eftirlits og umsjónarmaður er Orri Jónsson. Ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar í síma 869-7193 eða í tölvupósti orri.jons@efla.is