Borgarbyggð verður nafn hins nýja sveitarfélags

júní 16, 2006

Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps var samþykkt að nýja sveitarfélagið muni heita Borgarbyggð.
Í skoðanakönnun sem gerð var samhliða sveitarstjórnarkosningum hafði nafnið Borgarbyggð fengið flest atkvæði eða 1034, nafnið Sveitarfélagið Borgarfjörður fékk 628 atkvæði og önnur nöfn sem valið stóð um fengu mun færri atkvæði.
Fyrirhugað er að innan skamms verði hafist handa við að hanna nýtt merki fyrir sveitarfélagið og hanna nýja heimasíðu

 
 

Share: