Lið Borgarbyggðar, skipað þeim Stefáni Gíslasyni, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Jóhanni Óla Eiðssyni, sigraði lið Hornfirðinga í spurningaþættinum Útsvari á Rúv á föstudagskvöldið. Stigatala að lokinni stórskemmtilegri viðureign liðanna, var 95-42. Símavinur liðsins, Inga Björk Bjarnadóttir stóð sig einnig með stakri prýði og svaraði að sjálfsögðu rétt þegar til hennar var leitað.
Til hamingju!