Borgarbyggð eignast hlut í Lánasjóði sveitarfélaga

apríl 23, 2007
Nýverið var stofnað hlutafélag um rekstur og eignir Lánasjóðs sveitarfélaga sem rekinn hefur verið undanfarin ár sem sjálfstæð stofnun. Hlutafélagið var stofnað með hlutafé að fjárhæð 5 milljarðar króna, sem skiptast á milli sveitarfélaga eftir stærð þeirra og viðskiptum við sjóðinn undanfarin ár.
Nafnverð hlutafjár Borgarbyggðar er 89 milljónir sem er 1,781% eignarhlutdeild. Eignarhlutdeild í endurgreiðslu er 53,4 milljónir sem greiðast á næstu fjórum árum.


Share: