Nýverið var stofnað hlutafélag um rekstur og eignir Lánasjóðs sveitarfélaga sem rekinn hefur verið undanfarin ár sem sjálfstæð stofnun. Hlutafélagið var stofnað með hlutafé að fjárhæð 5 milljarðar króna, sem skiptast á milli sveitarfélaga eftir stærð þeirra og viðskiptum við sjóðinn undanfarin ár.
Nafnverð hlutafjár Borgarbyggðar er 89 milljónir sem er 1,781% eignarhlutdeild. Eignarhlutdeild í endurgreiðslu er 53,4 milljónir sem greiðast á næstu fjórum árum.