Landsmót Samfés var haldið á Akureyri helgina 9.-11. október. Fimm fulltrúar fóru á Landsmótið ásamt starfsmanni.
Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins myndi tengsl og fái nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi allra félagsmiðstöðvanna.
Dagskráin var fjölbreytt en unnið var í mismunandi smiðjum með það að markmiði að læra og miðla reynslu og þekkingu í félagsmiðstöð viðkomandi. Samhliða þessu og ekki síður mikilvægt var að nemendur hittu jafnaldra sína, kynntust nýju fólki og skemmtu sér saman.
Á Landsmótinu var kosið í ungmennaráð Samfés. Guðjón Snær Magnússon bauð sig fram í ungmennarðáð Samfés fyrir hönd Óðals. Guðjón fékk góða kosningu og komst inn í ungmennaráðið með glæsibrag. Guðjón kemur frá Ásgarði í Reykholtsdal og stundar nám við Kleppjárnsreykjaskóla. Guðjón á án efa eftir að koma með góðar hugmyndi til Samfés sem og vera góður tengiliður milli Samfés og Óðals.
Í haust voru gerðar breytingar á Húsráði Óðals. Síðustu ár hefur húsráðið verið skipað sömu aðilum og skipa nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi. Húsráðið er núna skipað fulltrúum frá Grunnskóa Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness. Húsráðið skipa Snæþór Bjarki Jónsson, formaður, Bára Sara Guðfinnsdóttir, gjaldkeri, Íris Líf Stefánsdóttir, Guðjón Snær Magnússon, varaformaður og Daníel Fannar, yfirtæknistjóri. Þessir frambærilegu unglingar eiga framtíðina fyrir sér og gaman verður að fylgjast með félagsstarfi undir þeirra stjórn í vetur.
Mynd: Guðjón Snær Magnússon og Snæþór Bjarki Jónsson.