Hver er þín skoðun?

september 16, 2019
Featured image for “Hver er þín skoðun?”

Borgarbyggð hefur ráðist í verkefni, í samstarfi við Capacent, sem miðar að því að bæta þjónustu og skilvirkni á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélagsins og bæta móttöku og vinnslu erinda sem berast sveitarfélaginu. Ráðgjafar Capacent vinna nú að greiningu á þjónustu sveitarfélagsins og í því felst meðal annars að fá innsýn í upplifun notenda þjónustunnar, það er íbúa og fyrirtækja.

Segðu okkur sögu/lýsingu af reynslu þinni af þjónustu Borgarbyggðar sem þú telur að geti nýst í þessu verkefni. Hvað er til fyrirmyndar og hvað má betur fara í þjónustu Borgarbyggðar?

Tekið er við ábendingum í gegnum hnappinn „Senda ábendingu“ sem er að finna bæði efst og neðst á síðunni. Ábendingar þurfa að berast fyrir 27. september n.k.

Þær ábendingar sem berast verða eingöngu notaðar í þeim tilgangi að greina þjónustu Borgarbyggðar. Upplýsingum er ekki miðlað til þriðja aðila og fyllstra trúnaðar er gætt við meðhöndlun gagna. Upplýsingar þessar eru varðveittar á meðan greiningarferli stendur.


Share: