Borgarbyggð opnar netpsjall þjónustuvers

febrúar 9, 2021
Featured image for “Borgarbyggð opnar netpsjall þjónustuvers”

Netspjall Borgarbyggðar var tekið í notkun í gær á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is.

Netspjallið verður fyrst um sinn opið frá kl. 09:30 – 15:00 alla virka daga.

Borgarbyggð hefur það að markmiði að veita  góða þjónustu og er netspjallið liður í því.

Tilgangur netspjallsins er að auka þjónustu þjónustuvers fyrir íbúa og gesti Borgarbyggðar. Hlutverk þjónustuversins er að veita hágæða þjónustu og að vera upplýsingaveita fyrir íbúa Borgarbyggðar og aðra sem leita til þjónustuversins, óháð þeirri leið sem erindi berast. Þjónustufulltrúar munu kappkosta að veita framúrskarandi þjónustu og áhersla verður lögð á að leysa erindi við fyrstu snertingu. 

Hið nýja netspjall er aðgengilegt neðst í hægra horni á heimasíðunni. Utan hefðbundins opnunartíma verður hægt að senda skilaboð í gegnum netspjallið og verður þeim erindum svarað næsta virka dag.

 


Share: