Borgarbyggð hefur hafist handa við að setja upp jólaljós og skreytingar í stofnunum og útisvæði sveitarfélagsins. Nú er verið að ljúka við að setja Skallagrímsgarð í jólafötin og verður formlega kveikt á jólatrénu mánudaginn 29. nóvember nk. Auk þess munu starfsmenn áhaldahússins setja upp götuskreytingar og skreyta jólatréð á Hvanneyri á næstu dögum.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður ekki hefðbundin aðventuhátíð en þess í stað munu börn úr 1. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi kveikja á trénu með jólasveinum sem eru með sóttvarnarreglurnar á hreinu.
Jólatréð í ár er úr heimabyggð en svo virðist vera sem skemmtileg hefð sé nú að myndast í sveitarfélaginu en þetta er þriðja árið í röð sem jólatréð kemur úr Borgarbyggð.
Íbúar eru hvattir til þess að aðstoða sveitarfélagið við að lýsa upp fallega sveitarfélagið okkar.