

Hér má sjá fulltrúa þeirra sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í gær. Íris Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Borgarbyggðar tók við viðurkenningunni fyrir hönd sveitarfélagsins. Mynd: Silla Páls.
Borgarbyggð hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA við hátíðlega athöfn, en þetta er þriðja árið í röð sem sveitarfélagið hlýtur þessa viðurkenningu.
Í ár voru 90 fyrirtæki, 16 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en en Jafnvægisvogin hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Viðurkenninguna hljóta því þeir þátttakendur sem hafa náð markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn eða efsta lagi stjórnunar.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í Jafnvægisvog FKA sinna jafnréttismálum af metnaði. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ljóst að enn er langt í land með að ná fullu jafnrétti. Það er mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag skoði stöðu sína og krefjist þess að kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum sé sem jafnast, því jafnrétti er ekkert annað en ákvörðun“, segir Bryndísar Reynisdóttur verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.
Hér má lesa fréttatilkynningu FKA.
Hér má lesa nánar um Jafnvægisvogina.