Borgarbyggð fagnar nýburum sveitarfélagsins

desember 21, 2022
Featured image for “Borgarbyggð fagnar nýburum sveitarfélagsins”

Það er alltaf mikið fagnaðarerindi þegar nýburar fæðast í sveitarfélagið. Borgarbyggð hóf árið 2019 að færa nýburum og foreldrum þeirra svokallaðan Barnapakka. Verkefnið hefði aldrei geta orðið að veruleika ef ekki væri fyrir þá styrktaraðila sem verkefnið er í samstarfi við.

Það er gaman að segja frá því að á árinu sem er að líða hafa verið afhentir 34 barnapakkar og aldrei að vita nema fleiri verði afhentir áður en árinu lýkur. Borgarbyggð vill því nýta tækifærið og óska fjölskyldum til hamingju með nýburana en jafnframt þakka okkar frábæru samstarfsaðilum fyrir styrkina á árinu.

Aldan fyrir að halda utan um verkefnið og taka saman pakkana, ásamt því að leggja til þvottastykki, taubleyjur og poka utan um pakkann.

Brúartog fyrir að leggja til garn og félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni fyrir að prjóna ungbarnahúfurnar sem eru að finna í pakkanum.

Kaupfélag Borgarfjarðar fyrir að leggja til vandaða ullargalla.

Nettó í Borgarnesi sem leggur til bleyjur, blautþurrkur, snuð, mat og ýmislegt fleira sem gagnast bæði foreldrum og börnum.

Vinnustofa Brákarhlíðar sem hefur prjónað þvottastykki og gefið.

Síðast en ekki síst Heilsugæslunni í Borgarnesi fyrir að afhenda pakkann, fyrir hönd allra þeirra sem koma að verkefninu.

Með þökk til allra.

 


Share: