Borgarbraut 55, 57 og 59 – skipulagsauglýsing

febrúar 8, 2017
Featured image for “Borgarbraut 55, 57 og 59 – skipulagsauglýsing”

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 151. fundi þann 2. febrúar 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög:

 Miðsvæði Borgarness – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 31.1.2017 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55, 57 og 59. Á lóð Borgarbrautar 55 verður nýtingarhlutfall 0,58, á Borgarbraut 57 verður nýtingarhlutfall 1,53 og á Borgarbraut 59 verður nýtingarhlutfall 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha og nýtingarhlutfall óbreytt. Tillagan er auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Miðsvæði Borgarness – breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 30.01.2017. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Tillagan er auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 09. febrúar 2017 til 24. mars 2017 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Hverjum þeim aðila sem hagsmuna eiga að gæta, er gefin kostur á að gera athugasemd við tillögur. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 24. mars 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Borgarbraut 55, 57 og 59 – aðalskipulagsbreyting

Borgarbraut 55, 57 og 59 – deiliskipulagsbreyting

 


Share: