Bókun byggðarráðs v. Jöfnunarsjóðs

mars 22, 2019
Featured image for “Bókun byggðarráðs v. Jöfnunarsjóðs”
  1. Framlögð bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna boðaðra skerðingar framlaga í Jöfnunarsjóð ásamt áætlun um áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Einnig var framlögð áætlun hagsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um líklegt tekjutap sveitarfélaga vegna áforma fjármálaráðuneytisins um frystingu framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Samtals henni mun tekjutap Borgarbyggðar vegna framkominna áætlana verða samtals rúmar 105 m.kr. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur efnislega undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl. og lýsir undrun sinni á því að ríkisvaldið fyrirhugi einhliða inngrip í fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þar til viðbótar er það skýrt að afleiðingar þeirrar aðferðafræði sem ríkisvaldið leggur upp með í þessum efnum mun koma harðast niður á sveitarfélögum á landsbyggðinni, eins og áætlaðar niðurstöður fyrir Borgarbyggð eru glöggt dæmi um. Ekki verður unað við þá framgöngu sem ríkisvaldið hefur sýnt í þessum efnum og hvetur byggðarráð Borgarbyggðar Samband íslenskra sveitarfélaga að standa vörð um hagsmuni sveitarfélaganna í þessu efni.

Share: