Á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag ræddi Byggðarráð Borgarbyggðar um framkvæmdir Vegagerðarinnar í Borgarbyggð. Svohljóðandi bókun var samþykkt á fundinum:
„Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að gæta sem mests jafnræðis milli landshluta þegar horft verður til vegaframkvæmda og tryggja að fé sé veitt til nauðsynlegs viðhalds þess vegakerfis sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum. Það er umhugsunarefni hvort þjóðarbúið hafi efni á að vegir í dreifbýli grotni niður vegna ónógs viðhalds. Sérstaklega er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir breyttum búsetuháttum í dreifbýli. Akstur skólabarna og atvinnusókn frá dreifbýli til þéttbýlis hefur aukist mikið síðustu áratugi og reiðir sig alfarið á viðunandi samgöngur.
Brýnt er að gera áætlun um lagningu bundins slitlags á héraðsvegi og tengivegi en í ljósi þess að slík uppbygging mun taka lengri tíma en fyrri samgönguáætlanir hafa gert ráð fyrir þarf að endurskoða staðla með það að markmiði að lækka kostnað við lagningu bundins slitlags á þessa vegi. Einnig er mikilvægt að tryggja lágmarksviðhald vega með malarslitlagi.“
Brýnt er að gera áætlun um lagningu bundins slitlags á héraðsvegi og tengivegi en í ljósi þess að slík uppbygging mun taka lengri tíma en fyrri samgönguáætlanir hafa gert ráð fyrir þarf að endurskoða staðla með það að markmiði að lækka kostnað við lagningu bundins slitlags á þessa vegi. Einnig er mikilvægt að tryggja lágmarksviðhald vega með malarslitlagi.“