Í tilefni af útkomu bókarinnar ,,Sögur úr Síðunni“ eftir hinn landsfræga rithöfund Böðvar Guðmundsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu efnir Safnahús Borgarfjarðar til kvöldvöku sunnudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:30.
Þar mun Böðvar lesa upp úr bókinni og spjalla við gesti. Jafnframt mun ungt fólk úr Hvítársíðu flytja fjölbreytt tónlistaratriði: Fanney Guðjónsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir, Ásta og Unnur Þorsteinsdætur.
Aðgangur er ókeypis.
Borgfirðingar eru hvattir til að fjölmenna á þennan menningarviðburð.