Listsýning verður opnuð í skóginum í Jafnaskarði við Hreðavatn sunnudaginn 6. júlí kl. 14:00. Skógurinn skartar sínu fegursta á þessum tíma. Sýningin er samvinnuverkefni Menningarráðs Vesturlands og Skógræktar ríkisins og mun standa til haustsins. Listamennirnir eru allir af Vesturlandi. Boðskort fylgir hér með.