
Þessu til viðbótar eru leikfélög ungmennafélaga að æfa og hefja sýningar og kórastarfsemin blómstrar svo nokkuð sé nefnt.
Meðal nýjunga á listasviðinu í Borgarfirði er það góða framtak Háskólans á Bifröst að bjóða reglubundið upp á tónleika, síðast í gær, hörpu- og fiðlutónleika Elísabetar Waage og Laufeyjar Sigurðardóttur. Þeir sem misstu af þeim tónleikum geta heimsótt heimasíðu Snorrastofu, en þar er greint frá því að tónleikarnir verði endurteknir í Reykholtskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 16.00.