Blómlegt menningarstarf – tónleikar í Reykholtskirkju

mars 7, 2007
Mikið er um ýmis konar listviðburði í héraði um þessar mundir og má nefna sem dæmi að í Landnámssetri í Borgarnesi eru þrjár sýningar á fjölunum í marsmánuði því sýningar á Mr. Skallagrímssyni eru hafnar aftur. Nú hafa verið sýndar 80 sýningar af þessu vinsæla verki sem nýtur alltaf mikilla vinsælda.
 
Þessu til viðbótar eru leikfélög ungmennafélaga að æfa og hefja sýningar og kórastarfsemin blómstrar svo nokkuð sé nefnt.
Meðal nýjunga á listasviðinu í Borgarfirði er það góða framtak Háskólans á Bifröst að bjóða reglubundið upp á tónleika, síðast í gær, hörpu- og fiðlutónleika Elísabetar Waage og Laufeyjar Sigurðardóttur. Þeir sem misstu af þeim tónleikum geta heimsótt heimasíðu Snorrastofu, en þar er greint frá því að tónleikarnir verði endurteknir í Reykholtskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 16.00.
 

Share: