Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi

júlí 9, 2007
Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 13 ára og yngri þann 1. júlí sl. Þar með eignaðist Golfklúbbur Borgarness sinn fyrsta Íslandsmeistara. Tveimur dögum eftir það afrek gerði Bjarki sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Hamarsvellinum (á rauðum teigum) um 10 högg. Fór hann völlinn á 69 höggum, eða tveimur undir pari. Bjarki, sem er 12 ára, hefur æft golf af alvöru í þrjú ár. Hann er Borgnesingur, sonur Fjólu Pétursdóttur og Péturs Sverrissonar.
 

Share: