Bekkur á gömlum grunni

júní 7, 2012
Atvinnuátakshópur á vegum Borgarbyggðar hefur hreinsað lúpínu frá þeim trjáplöntum sem voru gróðursettar í holtið fyrir ofan Ánahlíð sumarið 2010 og í fyrra 2011 og ekki voru farnar að ná upp fyrir lúpínuna. Gróðursetningin í fyrra var tilraunaverkefni þar sem gróðursett voru um 150 birkiplöntur í jarðkeppum. Af þeim eru u.þ.b.120 plöntur lifandi.
 
Einnig hreinsaði hópurinn gróður ofan af gömlum húsgrunni sem er í holtinu, rétt ofan við lóðirnar í Ánahlíðinni og þar mun verða settur upp bekkur með borði fyrir almenning á næstu dögum. Stefnt er að því að snyrta vel í kringum þann húsgrunn í sumar og planta þar blömfögrum runnum.
 

Share: