Bekkir bæjarins

september 14, 2007
Eflaust hafa ýmsir tekið eftir að bekkjum fyrir almenning í Borgarnesi var fjölgað í sumar. Undanfarna mánuði hafa á annan tug bekkja prýtt bæinn.
Bekkir draga að sér gangandi vegfarendur og eru því til þess fallnir að auðga mannlíf þéttbýlisstaða. Auk þess að hafa notagildi sem hvíldarbekkir og áningastaðir þá hafa þeir þau áhrif að þar sem þeim er komið fyrir, safnast fólk saman. Með fallegri umgjörð við bekki má skapa mannlíf á völdum stöðum í bæjarhverfum eða á opnum svæðum sem annars væru lítið notuð.
Nú er komin sá tími ársins að bekkirnir verði teknir inn til vetrargeymslu. Það hefur þó verið ákveðið að láta tvo af þessum bekkjum standa á sínum stað í vetur. Það eru bekkirnir við Englendingavík og í Vígdísarlundi.
 
Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Share: