Bein útsending frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti

janúar 14, 2021
Featured image for “Bein útsending frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti”

Í dag eru merk tímamót í sögu Borgarbyggðar. Streymt verður frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti og gefst íbúum og öðrum gestum nú tækifæri til þess að fylgjast með sveitarstjórnarfundum í hljóði og mynd í rauntíma.

Þessi nýbreytni er liður í því að stuðla að auknum áhuga og þekkingu íbúa á málefnum sveitarfélagsins. Fundir sveitarstjórnar Borgarbyggðar verða héðan í frá sendir út í beinni útsendingu en sveitarfélagið hefur í vaxandi mæli verið að nota stafrænar leiðir til þess að auka aðgengi íbúa að íbúafundum og upplýsingafundum á vegum Borgarbyggðar.

Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 16:00 og hægt er að horfa hér.

Hægt er að nálgast dagskrá fundarins hér.


Share: