Undanfarið hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til viðskiptavina á sviði byggingarmála. Upplýsingar um byggingarleyfisferlið (frá hugmynd að húsi) og fleira gagnlegt má nú finna á heimasíðunni. Einnig hafa endurbættar leiðbeiningar vegna byggingarleyfisumsókna verið settar þar inn, auk leiðbeininga um úttekta-app sem ætlað er byggingarstjórum.
Minnt er á að byggingarfulltrúi getur ekki boðið upp á viðtalstíma vegna hertra sóttvarnaraðgerða frá og með 8. október. Símatími hefur verið rýmkaður og er nú mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30-11:30. Auk þess er hægt að bóka rafrænan fund alla virka daga kl. 09:30-12:00 og kl. 12:30-15:00 í síma 433-7100. Staðan verður endurmetin þegar ný tilmæli berast frá stjórnvöldum.