Gaman er að greina frá því að það fjölgaði um ríflega 1.200 gesti á milli ára 2022 og 2021. Hér er um að ræða einstaklingar sem áttu erindi inn á safnið ýmist til þess að glugga í blöð, fá lánað bækur, tölvuaðgang eða nýta lærdómsaðstöðuna. Viðburðir voru einnig vel sóttir á árinu sem var að líða, þá voru foreldramorgnar sérstaklega vinsælir, bókasafnsviðburðir af ýmsu toga og svo aðventuskemmtanir.
Starfsáætlunin fyrir Safnahús Borgarfjarðar árið 2023 er viðburðarrík en áætlað er að halda áfram að setja upp skemmtilegar sýningar í Hallsteinssalnum. Auk þess er á dagskrá að auka við námskeið, ritsmiðjur og fyrirlestra. Myndamorgnar verða á sínum stað auk foreldramorgna.
Vert er að minnast á það að sýning á verkum Matthíasar Margrétarsonar sem sett var upp í haust á veggjum bókasafnsins, verður tekin niður núna í janúar. Síðasti dagur sýningarinnar er föstudagurinn 13. janúar nk. Þann sama dag er líka síðasti sýningardagur á málverkasýningu Guðlaugs Bjarnasonar Gaumstol og gúgur til fjalla sem hefur verið Í Hallsteinssal. Það fer því hver að verða síðastur að koma og berja augum á þessar áhugaverður sýningar.
Starfsfólk Borgarbyggðar í safnahúsinu þakka íbúum og öðrum gestum fyrir innlitið sl. ár og vonast til þess að sjá alla á nýju ári.