Aukin rafræn þjónusta á heimasíðu Borgarbyggðar

júní 18, 2020
Featured image for “Aukin rafræn þjónusta á heimasíðu Borgarbyggðar”

Ný heimasíða sveitarfélagsins Borgarbyggðar leit dagsins ljós s.l. haust. Heimasíðan er afrakstur undirbúnings og yfirlegu stýrihóps starfsmanna sveitarfélagsins með hliðsjón af ábendingum íbúa og kjörinna fulltrúa. Vel tókst til og almenn ánægja hefur mælst á meðal íbúa. 

Lagt var upp með að einfalda aðgengi að upplýsingum og gera vefsíðuna notendavænni. Vefsíðan er bjartari yfirlitum og snjöll sem felur í sér að hún er hönnuð og sett upp til að aðlaga sig að skjástærðum, hvort sem síðan er opnuð í gegnum hefðbundna tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Nú hefst markviss vinna við að auka rafræna þjónustu á heimasíðu Borgarbyggðar. Af því tilefni er vert að minna á að eftirfarandi aðgerðir er hægt að framkvæma á heimasíðuna borgarbyggd.is:

Panta viðtal hjá starfsmanni Borgarbyggðar

  • Það er gert með því að fara inn á heimasíðuna og smella á hnapp sem nefnist ,,Panta viðtal“. Umsóknarformið er fyllt út og viðkomandi fær staðfestan viðtalstíma í tölvupósti.

Gerast áskrifandi af fréttum með því að skrá sig á póstlista

  • Í hægra horninu fyrir ofan Fréttir og tilkynningar er hnappur sem heitir ,,Áskrift að fréttum“. Viðkomandi fyllir út formið og er þar með áskrifandi af fréttum sem birtast inn á heimasíðu Borgarbyggðar.

Rafrænt umsóknarferli

  • Efst í hægra horninu á síðunni er hnappur sem nefnist ,,Þjónustugátt“. Inn á þessari gátt eru ýmsar rafrænar umsóknir

Setja inn viðburði í viðburðardagatal sveitarfélagsins

  • Boðið er uppá að setja inn viðburði í Viðburðardagatalið. Íbúar eru hvattir til þess að koma viðburðum á framfæri. Auk þess er hægt að senda fréttaskot á vefumsjon@borgarbyggd.is

Skoða útgefna reikninga frá Borgarbyggð

  • Það er gert með því að innskrá sig inn á þjónustugáttina.

Ráðstafa og skoða notkun frístundastyrks Borgarbyggðar

  • Það er gert með því að innskrá sig inn á þjónustugáttina.

Borgarbyggð vonar að íbúar sveitarfélagsins og aðrir velunnarar verði duglegir að nýta sér þessa möguleika á síðunni. 


Share: