Aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

maí 3, 2021
Featured image for “Aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu”

Vakin er athygli á að viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna fuglaflensu. Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.

Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is.

Sjá nánar í frétt Matvælastofnunar hér.

 


Share: