Aukið samráð milli umsagnar- og eftirlitsaðila í Borgarbyggð

september 19, 2022
Featured image for “Aukið samráð milli umsagnar- og eftirlitsaðila í Borgarbyggð”

Þann 9. september sl. komu saman til fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi fulltrúar frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Byggingafulltrúa Borgarbyggðar, Lögreglustjórinn á Vesturlandi, Vinnueftirliti, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Vinnustaðaeftirlit Stéttarfélags Vesturlands. Um er að ræða umsagnar- og eftirlitsaðilar í sveitarfélaginu. Fyrirmyndin að þessu samstarfi hagsmunaaðila er fengin frá Suðurlandi, en þar hefur samskonar samstarf gefist mjög vel. 

Það var að frumkvæði Slökkviliðs Borgarbyggðar sem boðað var til fundarins og voru fundarmenn allir sammála um að fara af fullum krafti í samstarf sín á milli og eru bundnar miklar vonir við að allt eftirlit og umsagnir þeirra verði skilvirkari og með þeim hætti að ofangreindir aðilar geti betur fylgst með öllum framgangi og afgreiðslu mála. Vonast er til að það fjölgi í hópnum jafnt og þétt, þ.e. að dýralæknar og Matvælastofnun (MAST) bætist við en það eru aðilar sem sinna velferð og aðbúnaður húsdýra.

Markmið fundarins var að koma á laggirnar gagnvirku samráði ofangreindra aðila og stofnana vegna eftirlits með byggingum og mannvirkjum þ.m.t. brunavörnum, aðbúnaði verkafólks heilbrigðisstéttar og hollustuháttum og síðast en ekki síst almennum réttindum verkafólks.


Share: