Auglýsing um styrk úr menningarsjóði Borgarbyggðar

apríl 5, 2017
Featured image for “Auglýsing um styrk úr menningarsjóði Borgarbyggðar”

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum

Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir.

Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins.

Hægt er að sækja um rafrænt í gegn um íbúagátt. Einnig má sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is  en þar er einnig að finna breyttar úthlutunarreglur sjóðsins.

Úthlutanir styrkja úr sjóðnum fara fram tvisvar ár hvert. Fyrri úthlutunin skal fara fram fyrir þann 1. maí og hin síðari fyrir þann 1. október.

Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar (borgarbyggd@borgarbyggd.is ), Borgarbraut 14, í síðasta lagi föstudaginn 7. apríl 2017.

Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann taka það sérstaklega fram. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason s: 433-7100.

 

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar.

 


Share: