Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli.

nóvember 21, 2013
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulagstillögu fyrirverslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli í Borgarbyggð, sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin (sjá hér) var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 11. nóvember 2013 og á fundi sveitarstjórnar þann 14. nóvember 2013.
Skipulagsáformin eru í samræmi viðaðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022.
Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá 21. nóvember 2013 til 27. nóvember 2013 á skrifstofutíma.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í siðasta lagi 26. nóvember 2013 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður deiliskipulagstillagan lögð fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.
Borgarbyggð, nóvember 2013

Lulu Munk Andersen
Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar
 
 

Share: