Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3, Borgarbyggð
Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3 í Borgarbyggð sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 10. apríl 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012 var skipulagslýsingin samþykkt. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í tvær vikur í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilefni aðalskipulagsbreytingar eru áform um gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Hraunsási 3 sem er spilda úr jörðinni Hraunsási í fyrrum Hálsasveit.
Í uppbyggingunni felst að byggja upp ferðaþjónustu með baðstað eða svonefnd Miðaldaböð. Í tillögu að breytingu aðalskipulagsins er gert ráð fyrir að verslunar- og þjónustusvæði verði skilgreint í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis.
Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá 31. maí – 14. júní 2012 á skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eigi síðar en 14. júní 2012 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um aðalskipulagsbreytinguna og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.
Borgarbyggð í maí 2012
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi